Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 29. maí 2021 08:50
Fótbolti.net
Lengjudeildin og enskt uppgjör með Evrópuívafi á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 í dag laugardag verður tvískiptur. Þátturinn er í hverri viku milli 12 og 14.

Elvar Geir verður á sínum stað en þar sem Tómas Þór er að sinna landsbyggðinni mun markvarðaþjálfarinn Valur Gunnarsson leysa hann af að þessu sinni.

Íslenski boltinn verður á dagskrá fyrri hlutann og þar verður áherslan lögð á Lengjudeildina. Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur þáttarins, kemur í hljóðver. Hverjir eru bestu markverðir og bestu varnarmenn deildarinnar?

Einnig verða komandi leikir í Pepsi Max-deildinni skoðaðir og aðeins rætt um landsliðið sem mætir Mexíkó.

Í seinni hlutanum verður það Kristján Atli Ragnarsson sem gerir upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni og hitar upp fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar, viðuregin Manchester City og Chelsea.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner