Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. maí 2021 09:45
Brynjar Ingi Erluson
Markahæsti leikmaðurinn í Austurríki á leið til West Ham?
Patson Daka var sjóðheitur á tímabilinu
Patson Daka var sjóðheitur á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United er nálægt því að ganga frá kaupum á Patson Daka, framherja Red Bull Salzburg, samkvæmt miðlum í Sambíu, heimalandi Daka.

Daka er 22 ára gamall og var markahæsti maður austurrísku deildarinnar á þessu tímabili með 27 mörk í aðeins 28 leikjum en hann lagði auk þess upp 7 mörk til viðbótar.

Hann er eftirsóttur biti á markaðnum en Daka bað um frí frá landsliðsverkefnum Sambíu á dögunum til að ganga frá félagaskiptum í annað félag.

Samkvæmt Zamfoot Crew er hann að ganga í raðir West Ham og er kaupverðið talið nema um 25 milljónum punda.

Leipzig hefur einnig áhuga á að fá Daka en þýska félagið er tilbúið að bjóða honum fimm ára samning í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner