banner
   lau 29. maí 2021 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mendy setti nýtt met - Hætti næstum því 23 ára
Mynd: EPA
Fyrir tímabilið voru miklar áhyggjur af markvarðarstöðu Chelsea. Kepa Arrizabalaga var keyptur fyrir heimsmetsfé 2018 en hann var ekki nægilega góður.

Svo kom Edouard Mendy inn.

Mendy var keyptur frá Rennes í Frakklandi fyrir 22 milljónir punda. Hann hefur verið ótrúlega traustur í markinu og setti nýtt met í Meistaradeildinni í kvöld. Hann hélt hreinu í úrslitaleiknum gegn Manchester City, 1-0 sigri, og er sá markvörður sem hefur oftast haldið hreinu á einu tímabili í keppninni; hann hélt níu sinnum hreinu í tólf leikjum á þessu tímabili.

Mendy hætti næstum í fótbolta þegar hann var 23 ára, fyrir um sex árum síðan. Hann var atvinnulaus, mætti inn á vinnumálastofnun í heimabæ sínum í leit að vinnu en núna er hann búinn að vinna Meistaradeildina sem aðalmarkvörður í einu stærsta félagi heims.

Hann er fyrsti markvörðurinn frá Afríku sem vinnur Meistaradeild Evrópu.

Aldrei gefast upp!


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner