Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. maí 2021 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögnuð vegferð Kante - Í þriðju deild fyrir níu árum
Þvílíkur leikur hjá honum í kvöld.
Þvílíkur leikur hjá honum í kvöld.
Mynd: EPA
N'Golo Kante var algjörlega magnaður á miðsvæðinu hjá Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

Sjá einnig:
Chelsea vann Meistaradeildina

Fyrir níu árum síðan var hann að spila í þriðju efstu deild í Frakklandi. Leicester keypti hann frá Caen árið 2015 og á fyrsta tímabili sínu í Englandi var hann einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þegar Leicester vann deildina gríðarlega óvænt.

Hann var í kjölfarið keyptur til Chelsea þar sem hann hefur heilt yfir verið mjög flottur. Hann hefur verið slakur inn á milli, en virðist svo sannarlega vera búinn að finna taktinn undir stjórn Thomas Tuchel.

Hann var maður leiksins í kvöld þegar Chelsea vann Meistaradeildina í kvöld og er búinn að vinna alla stóru titla, nema EM, eftir að hafa spilað í þriðju deild Frakklands í kringum tvítugt. Evrópumeistaratitillinn með Frakklandi kemur kannski í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner