Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. maí 2021 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrik í þremur mismunandi félögum og þau fóru öll upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi Patrik Sigurður Gunnarsson hefur átt ansi skemmtilegt tímabil í fótboltanum.

Patrik er einn efnilegasti markvörður Íslands en hann hefur verið í þremur mismunandi félögum á tímabilinu. Þau fóru öll upp um deild.

Patrik er á mála hjá Brentford, þó hann hafi ekki spilað með liðinu á þessari leiktíð. Brentford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Swansea á Wembley.

Patrik var lánaður frá Brentford til Danmerkur. Hann fór til Viborg fyrst frá september til desember og var öflugur. Ef eitthvað er, þá var hann enn sterkari hjá Silkeborg eftir áramót. Hann hélt hreinu í hverjum leiknum á fætur öðrum og hjálpaði Silkeborg að tryggja sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni. Viborg tryggði sig upp ásamt Silkeborg.

Hinn tvítugi Patrik snýr aftur til Brentford í sumar en það verður spennandi að sjá hvað gerist hjá honum á næsta tímabili, hvort hann verði lánaður eða verði hluti af liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Patrik er þessa stundina í landsliðsverkefni með A-landsliði Íslands. Liðið á leik gegn Mexíkó í nótt.
Athugasemdir
banner
banner