lau 29. maí 2021 12:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rosengard kjöldróg AIK í íslendingaslag
Öruggur sigur Glódísar
Öruggur sigur Glódísar
Mynd: Getty Images
Rosengard vann stórsigur gegn AIK í sænsku úrvalsdeild kvenna í dag.

Staðan var orðin 3-0 þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Þannig var staðan í hálfleik en þær voru alls ekki hættar. Þær gerður algjörlega út um leikinn á 10 mínútna kafla en þær skoruðu þá þrjú mörk og það fjórða í síðari hálfleik á loka mínútu leiksins. 7-0 lokatölur.

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliðinu hjá Rosengard og í liði AIK var fyrirliðinn Hallbera Guðný Gísladóttir

Rosengard er með fullt hús stiga eða 21 stig eftir 7 umferðir á toppi deildarinnar, átta stigum á undan Hacken sem á leik til góða. AIK er í 9. sæti með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner