lau 29. maí 2021 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu þegar Chelsea lyfti Meistaradeildarbikarnum í annað sinn
Mynd: EPA
Chelsea varð í kvöld Evrópumeistari í annað sinn í sögu félagsins.

Chelsea hafði betur gegn Manchester City í úrslitaleiknum sem fram fór í Portúgal, 1-0.

Á 43. mínútu skoraði Kai Havertz eina mark leiksins. Staðan var 1-0 fyrir Chelsea þegar flautað var til hálfleiks. Vörn Lundúnaliðsins var til fyrirmyndar í leiknum og lokatölur voru 1-0.

Chelsea er sigurvegari í Meistaradeildinni í annað sinn. Hinn titillinn kom 2012 þegar Chelsea vann Bayern í vítaspyrnukeppni. Man City var í fyrsta sinn í úrslitum í kvöld. Pep Guardiola hefur ekki náð að vinna Meistaradeildina í tíu ár núna. Þetta er fyrsti titill Thomas Tuchel með Chelsea.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar bikarinn fór á loft í Porto.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner