lau 29. maí 2021 12:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sterling og Mahrez á förum?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Mirror og Daily Mail er Manchester City tilbúið að hlusta á tilboð í Raheem Sterling og Riyad Mahrez þegar leik liðsins gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld.

Arsenal er talið hafa áhuga á báðum leikmönnunum en samningur þeirra beggja rennur út 2023.

Raheem Sterling missti sætið sitt í byrjunarliðinu undir lok síðasta tímabils og Phil Foden fengið fleiri tækifæri í liðinu og sprungið út.

Það hefur verið erfitt fyrir Riyad Mahrez að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið en hann hefur oftar en ekki staðið sig vel þegar hann fær tækifærið.

Talið er að Arsenal þyrfti að borga Manchester City 60 milljónir punda fyrir hvorn en Arsenal spilar ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili og gæti það þýtt að Sterling og Mahrez hafi ekki áhuga á að skrifa undir hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner