Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. maí 2021 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tuchel er töframaður"
Mynd: EPA
Hinn þýski Thomas Tuchel stýrði Chelsea í kvöld til sigurs í Meistaradeildinni.

Hann tók við liðinu á miðju tímabili þegar útlitið var ekki gott undir stjórn Frank Lampard. Honum tókst að stýra liðinu í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni, til úrslitaleiks í FA-bikarnum og til sigurs í Meistaradeildinni í annað sinn í sögu félagsins.

„Að koma inn á miðju tímabili og gera það sem hann hefur gert; hann er töframaður," segir Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United um Tuchel.

„Hann er búinn að spila þrisvar gegn liði Pep Guardiola og vinna þrisvar."

Menn tóku í svipaða strengi í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport.

„Ég held að hrósið eigi að fara á Thomas Tuchel," sagði Atli Viðar Björnsson. „Hann lagði leikinn frábærlega upp, hann virkjaði menn og mér fannst Kai Havertz frábær í þessum leik."

„Þessi leikur sýnir það mjög vel hversu mikið hann er búinn að breyta þessu liði. Þeir voru ekkert frábærir varnalega undir stjórn Frank Lampard. Hann kemur inn og breytir í þriggja (fimm) manna varnarlínu og þeir hafa frá fyrsta degi verið öflugir," sagði Davíð Þór Viðarsson.

„Hann breytti taktíkinn og menn eins og Rudiger hafa fengið nýtt líf eftir að Tuchel kom inn. Annað sem hefur breyst er þetta 'transition' á mill varnar og sóknar. Þeir eru orðnir miklu betri í að ráðast á fyrsta lausa boltann eftir að þeir tapa boltanum og fljótari að skipta á milli varnar og sóknar þegar það á við," sagði Atli Viðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner