Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 29. maí 2021 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel rekinn fyrir 156 dögum - „Vá, okkur tókst þetta"
Tuchel með Meistaradeildarbikarinn.
Tuchel með Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: EPA
„Vá, okkur tókst þetta. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður," sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir sigur liðsins í Meistaradeildinni í kvöld.

Tuchel var rekinn frá Paris Saint-Germain fyrir 156 dögum síðan. Fljótlega eftir það var hann ráðinn til Chelsea.

Hann tók við liðinu á miðju tímabili þegar útlitið var ekki gott undir stjórn Frank Lampard. Honum tókst að stýra liðinu í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni, til úrslitaleiks í FA-bikarnum og til sigurs í Meistaradeildinni í annað sinn í sögu félagsins.

„Leikmennirnir voru staðráðnir í að vinna. Við vildum vera steinn í skó þeirra. Við hvöttum leikmennina að mæta af krafti, sýna hugrekki og búa til hættulegar skyndisóknir."

„Þetta var erfiður leikur, líkamlega. Við urðum að hjálpa hvor öðrum í gegnum hann."

Sjá einnig:
„Tuchel er töframaður"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner