Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 29. maí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Yfirlýsing frá Neymar - Neitar ásökunum um kynferðisofbeldi
Neymar er ósáttur
Neymar er ósáttur
Mynd: Getty Images
Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar neitar ásökunum um meint kynferðisofbeldi gagnvart starfsmanni Nike en bandaríska fyrirtækið sleit samstarfi sínu við Neymar á síðasta ári.

Neymar var einn hæst launaðist íþróttamaður á vegum Nike eða þar til framleiðandinn sleit samstarfi sínu við hann.

Samningurinn var til 2022 en eftir erfiðar samningaviðræður um nýjan samning ákvað Nike að slíta samstarfi og fór þá Neymar til Puma þar sem hann skrifaði undir risasamning.

Nike birti yfirlýsingu í gær þar sem er greint frá því að Neymar hafi verið ósamvinnuþýður þegar meint kynferðisobfeldi í garð starfsmanns fyrirtækisins hafi verið rannsakað.

Ofbeldið var í garð kvenkyns starfsmanns sem segir að brotið hafi átt sér stað árið 2016 en hún tilkynnti það til stjórnarinnar tveimur árum síðar. Neymar neitaði að vinna með Nike í rannsókninni.

Neymar hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitar þessum ásökunum alfarið.

„Frá því ég var 13 ára gamall, þegar ég skrifaði undir fyrsta samninginn við Nike þá var ég alltaf varaður við. Það var sagt að ég ætti ekki að tala um samninga því það væri trúnaður. Það er alger lygi og stangast á við reglur að segja að ég hafi ekki verið samvinnuþýður í rannsókninni. Það er enn og aftur búið að vara mig við að ég get því miður ekki tjáð mig um þetta eða um samkomulagið. Ég þarf því að hlýða gegn eigin vilja," sagði Neymar í yfirlýsingunni á samfélagsmiðlum.

„Frétt WST virðist mjög svo ljós. Árið 2016 vissu þeir af þessu atviki en ég vissi ekkert. Árið 2017 ferðaðist ég aftur til Bandaríkjanna fyrir aðra auglýsingu, með sama fólkinu og ekkert var sagt við mig. Það breyttist ekkert!"

„Ég fór þangað 2017, 2018 og 2019 að taka upp fullt af auglýsingum en ekkert var sagt. Svona alvarlegt mál og þeir gerðu ekkert. Hver ber ábyrgðina?"

„Ég fékk ekki einu sinni tækifæri til að verja mig. Ég fékk ekki tækifæri til að vita hvaða manneskja þetta var sem átti að hafa móðgast. Ég veit ekkert hver þetta er og hef aldrei átt í sambandi eða hitt þessa manneskju. Ég fékk ekki einu sinni tækifæri til að ræða við hana og vita raunverulega ástæðuna á bakvið þennan sársauka. Þessi manneskja og starfsmaður fékk enga vernd og það sama á við um mig,"
sagði hann ennfremur í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner