Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 29. júní 2018 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Collina ánægður með VAR - Notaði Ísland sem dæmi
Icelandair
Pierliugi Collina.
Pierliugi Collina.
Mynd: Getty Images
Pierliugi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, telur að myndbandsdómarakerfið sé að ná góðum árangri á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

VAR (Video assistant referee) kerfið hefur verið notað á HM í sumar og er það mikið á milli tannnanna á fólki. Skiptar skoðanir eru á því, margir eru með en aðrir eru á móti.

Collina, sem er einn frægasti fótboltadómari sögunnar, er mjög hrifinn af kerfinu og segir árangurinn góðan.

Hingað til á HM, í fyrstu 48 leikjunum hafa 335 atvik verið skoðuð með hjálp myndbandsdómara, næstum því sjö í hverjum einasta leik. Fjórtán atvik hafa verið skoðuð á myndbandi af dómara á vellinum, þar á meðal eitt í leik Íslands og Nígeríu þar sem Ísland fékk verðskuldaða vítaspyrnu.

„Við höfum alltaf sagt að VAR merkir ekki fullkomnun - það gætu enn orðið mistök - en ég held að þið getið verið sammála um að 99,3% atvika sem skoðuð eru með hjálp VAR veita fullkomna niðurstöðu," sagði Collina á blaðamannafundi í dag.

Collina benti á að dómar myndu aðeins ná 95% ákvarðana rétt ef ekki væri fyrir VAR, 99,3% með VAR.

Notaði Ísland sem dæmi
Á blaðamannafundinum í dag var Collina með sýnikennslu fyrir blaðamenn. Hann sýndi þeim hvernig VAR virkar. Hann sýndi myndbönd þar sem samkipti á milli dómarans og myndbandsdómara heyrast.

Á fundinum notaði Collina víti sem Ísland fékk gegn Nígeríu sem dæmi og þar má heyra samskipti á milli dómarans og myndbandsdómara.

Dómarinn var alveg viss í sinni sök eftir að hafa séð atvikið á myndbandi.

Myndband frá blaðamannafundinum er hér að neðan, en en til þess að horfa á það verðurðu að fara inn á Youtube.com.


Athugasemdir
banner