fös 29. júní 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabian Delph farinn heim frá Rússlandi
Delph í leiknum gegn Belgíu í gær.
Delph í leiknum gegn Belgíu í gær.
Mynd: Getty Images
Fabian Delph er farinn heim úr herbúðum enska landsliðsins í Rússlandi þar sem eiginkona hans er að fara að eignast þriðja barn þeirra. Sky Sports greinir frá.

Delph byrjaði í 1-0 tapi Englands gegn Belgíu í gær en hann flaug heim eftir leikinn til þess að vera við hlið eiginkonu sinnar, Natalie.

Delph er 28 ára gamall og var hluti af Manchester City liði sem varð Englandsmeistari með yfirburðum í vetur. Hann spilaði nokkuð stóra rullu sem vinstri bakvörður en hann er að upplagi miðjumaður.

Ef allt fer að óskum mun Delph koma aftur til móts við enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Kólumbíu í 16-liða úrslitunum, en leikurinn er á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner