banner
   fös 29. júní 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir vekur mikla athygli - „Báðum hann ekki um að koma"
Icelandair
Heimir á blaðamannafundi á HM í Rússlandi.
Heimir á blaðamannafundi á HM í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við sögðum frá því í morgun að landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefði mætt á Orkumótið í Vestmannaeyjum og verið þar dómari.

Heimir er nýkominn heim frá Rússlandi eftir að hafa stýrt þar landsliðinu á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti. Ísland féll út í riðlakeppninni.

Íslenska landsliðið kom heim frá Rússlandi á miðvikudag. Heimir fékk frí í gær en í dag var hann mættur aftur á fótboltavöllinn. Hann var að dæma leiki á Orkumótinu í Vestmannaeyjum í morgun. Heimir er frá Vestmannaeyjum.

„Við báðum hann ekkert um að koma, hann bara mætti í morgun og vildi fá að dæma og að sjálfsögðu neitum við ekki Heimi Hallgrímssyni," sagði Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri Orkumótsins, við Nútímann.

Heimir hefur fengið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir dómarastörf sín.

















Athugasemdir
banner
banner
banner