Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 29. júní 2018 09:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir mættur til Eyja að dæma á Orkumótinu
Icelandair
Heimir er nýkominn heim frá Rússlandi. Hér er hann með ungum leikmönnum Keflavíkur.
Heimir er nýkominn heim frá Rússlandi. Hér er hann með ungum leikmönnum Keflavíkur.
Mynd: Eysteinn Hauksson
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, er nýkominn heim frá Rússlandi eftir að hafa stýrt þar landsliðinu á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti.

Ísland féll úr leik í riðlakeppninni en íslenska þjóðin var ekkert annað en stolt af liðinu.

Íslenska landsliðið kom heim frá Rússlandi á miðvikudag. Heimir fékk frí í gær en í dag var hann mættur aftur á fótboltavöllinn. Hann var að dæma leik á Orkumótinu í Vestmannaeyjum í morgun. Heimir er frá Vestmannaeyjum.

„Fékk frí í gær en í dag er engin miskunn. Leikur 08.20 og flautan í góðum höndum," skrifaði íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson á Twitter og birti mynd af Heimi.

Heimir er svo sannarlega einstakur landsliðsþjálfari.

Heimir er þessa daganna að hugsa sig um hvort hann verði áfram með íslenska landsliðið. Hann sagði eftir leikinn gegn Króatíu að hann myndi taka sér 1-2 viku í umhugsunarfrest.



Athugasemdir
banner
banner