Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 29. júní 2018 20:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Sampaoli: Messi stjórnar ekki liðinu
Hvor stjórnar liðinu?
Hvor stjórnar liðinu?
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu segir að stjarna liðsins, Lionel Messi stjórni ekki liðuppstillingu og taktík Argentínuliðsins.

Mikil umræða hófst eftir leik Argentínu og Nígeríu um hvort að Messi réði öllu hjá Argentínu, meira að segja liðsuppstillingu liðsins og taktík liðsins.

Myndband úr leiknum sýndi að Sampaoli spurði Messi hvort hann ætti að setja Sergio Aguero inn á völlinn, sem hann svo gerði.

„Ég var bara að segja við Messi að við myndum setja Aguero inná og nota fleiri sóknarmenn líkt og við höfðum æft," sagði Sampaoli.

„Þetta voru aðeins einföld samskipti við einn leikmanna minna, það er allt og sumt."

Argentína mætir Frakklandi í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 14:00
Athugasemdir
banner
banner
banner