banner
   fös 29. júní 2018 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan tók yfir heiminn og Svíþjóð gerir slíkt hið sama
Zlatan er alltaf jafnskemmtilegur í svörum sínum.
Zlatan er alltaf jafnskemmtilegur í svörum sínum.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic er mjög ánægður með að sjá að Svíþjóð sé komið í útsláttarkeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Hann segir að Svíþjóð sé að taka yfir heiminn, eins og hann er búinn að gera.

Zlatan, sem er 36 ára, hætti með sænska landsliðinu eftir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Hann skoraði 62 mörk í 116 landsleikjum. Zlatan ýjaði að því að hann myndi snúa aftur fyrir HM en það rættist ekki úr því.

Zlatan er mjög bjartsýnn þó hann sé ekki með.

„Ég sagði fyrir HM að þeir myndu fara langt og þeir munu örugglega vinna mótið. Ég er mjög ánægður, stoltur að vera sænskur - ég keyri um með sænska fánann," sagði Zlatan sem spilar í dag með Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni.

„Ég tók yfir heiminn, nú er Svíþjóð að gera það."

Svíþjóð vann riðil sinn sem innihélt Mexíkó, Suður-Kóreu og Þýskaland. Svíar mæta Sviss í 16-liða úrslitunum á þriðjudag. Ef Svíþjóð vinnur Sviss verður mótherjinn annað hvort England eða Kólumbía í 8-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner