Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. júní 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Settum pressu á okkur sjálfa með því að tala okkur upp"
Arnar Gunnlaugsson þjálfar Víking R.
Arnar Gunnlaugsson þjálfar Víking R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson var spurður út í þá gagnrýni sem Víkingur Reykjavík, liðið sem Arnar þjálfar, hefur fengið eftir spilamennskuna í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max-deildarinnar. Arnar var í viðtali eftir leikinn gegn FH í kvöld sem Víkingur sigraði 4-1.

Sjá einnig:
Eru Víkingarnir vörusvik?

„Varðandi gagnrýnina, hún er alveg réttmæt. Við settum bara pressu á okkur sjálfa með því að tala okkur upp. Við erum með gott lið, það er engin spurning um það. Nú er að halda haus, strákarnir verða að muna það að njóta þess að spila fótbolta og þá erum við í góðum málum," sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Arnar Gunnlaugs: Leggjum uppúr því að tala við boltastrákana
Athugasemdir
banner
banner
banner