Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. júní 2022 23:25
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Lewis skoraði þrennu í stórsigri Gróttu
Grótta lék sér að andstæðingum sínum í síðari hálfleik
Grótta lék sér að andstæðingum sínum í síðari hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hamar 1 - 6 Grótta
0-1 Ariela Lewis ('7 )
0-2 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('8 )
1-2 Brynja Valgeirsdóttir ('22 )
1-3 Lilja Lív Margrétardóttir ('62 )
1-4 Ariela Lewis ('64 )
1-5 Tinna Jónsdóttir ('74 )
1-6 Ariela Lewis ('78 )

Ariela Lewis, leikmaður Gróttu, skoraði þrennu er liðið vann Hamar 6-1 í 2. deild kvenna í Hveragerði í kvöld.

Lewis skoraði fyrsta markið á 7. mínútu áður en Eydís Lilja Eysteinsdóttir bætti við öðru innan við mínútu síðar. Hamar kom til baka með marki frá Brynju Valgeirsdóttur á 22. mínútu en Grótta tók öll völd í síðari hálfleiknum.

Lilja Liv Margrétardóttir gerði þriðja mark Gróttu á 62. mínútu og tveimur mínútum síðar gerði Lewis annað mark sitt. Tinna Jónsdóttir bætti svo við fimma markinu áður en Lewis fullkomnaði þrennu sína tólf mínútum fyrir leikslok. Lewis er nú komin með fimm mörk í deildinni í sumar.

Grótta er með 14 stig í 2. sæti deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra og leiki og gert tvö jafntefli. Hamar er á meðan í næst neðsta sætinu með 1 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner