Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Bayern framlengir samstarfið við Konami - Lewandowski hvergi sjáanlegur
Robert Lewandowski er á förum
Robert Lewandowski er á förum
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München tilkynnti í kvöld framlengingu á samstarfi við japanska tölvuleikjaframleiðandann Konami en pólski framherjinn Robert Lewandowski hvar hvergi sjáanlegur í stiklunni sem fylgdi tilkynningunni.

Konami er einn stærsti tölvuleikjaframleiðandi heims en fyrirtækið gerði meðal annars Pro Evolution Soccer, sem var óumdeilanlega besti fótboltaleikurinn í byrjun aldarinnar.

Léleg þróun á leiknum varð til þess að FIFA tók aftur yfirhöndina en Konami breytti Pro Evolution í eFootball.

Mörg félög hafa verið í samstarfi við Konami síðustu ár og er Bayern meðal þeirra félaga en það hefur nú framlengt samstarfið við tölvuleikjaframleiðandann.

Pólski framherjinn Robert Lewandowski var ekki sjáanlegur í stiklunni sem fylgdi kynningunni en hann hefur opinberað það að hann vilji komast frá félaginu í sumar.

Barcelona er í viðræðum við Bayern um kaup á Lewandowski en þýska félagið vill að minnsta kosti 60 milljónir evra fyrir hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner