Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. júní 2022 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Fer Raphinha til Barcelona eftir allt saman?
Raphinha er með þrjá kosti í stöðunni
Raphinha er með þrjá kosti í stöðunni
Mynd: Getty Images
Spænski blaðamaðurinn Gerard Romero segir nú að Barcelona sé í viðræðum við Leeds um kaup á brasilíska vængmanninum Raphinha og taka fjölmargir blaðamenn undir.

Umræðan um Raphinha hefur verið lífleg síðustu daga. Það var útlit fyrir að hann væri á leið til Arsenal fyrir um það bil 65 milljónir punda og stuðningsmenn félagsins byrjaðir að fagna annars ágætis byrjun á sumarglugganum.

Í gær greindi þá David Ornstein hjá Athletic að Chelsea væri búið að fá samþykkt tilboð í leikmanninn og hann væri að ganga frá viðræðum við Lundúnarfélagið.

Chelsea virtist hafa náð að stela leikmanninum frá Arsenal en sagan er þó ekki búin.

Fyrsti kostur Raphinha hefur alltaf verið Barcelona en vegna fjárhagsörðuleika gátu Börsungar ekki lagt fram tilboð og því var aðeins í boði fyrir hann að fara til Arsenal eða Chelsea.

Nú segir Romero hins vegar frá því að Barcelona sé komið inn í baráttuna um leikmanninn eftir að hafa fundað með Deco, umboðsmanni Raphinha, í dag.

Næstu dagar verða spennandi í Raphinha-málinu og hvort Barcelona takist að stela honum á síðustu stundu en Telegraph segir að Chelsea sé ekki búið að leggja árar í bát og reyni að ganga frá félagaskiptunum og koma í veg fyrir að Raphinha spili á Nývangi.
Athugasemdir
banner
banner