Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds á höttunum eftir þriðja leikmanninum frá Salzburg
Camara í leik með Salzburg gegn Papu Gomez og félögum í Sevilla.
Camara í leik með Salzburg gegn Papu Gomez og félögum í Sevilla.
Mynd: EPA

Leeds United er á höttunum eftir miðjumanninum öfluga Mohamed Camara sem leikur fyrir RB Salzburg og er landsliðsmaður Malí.


Takist Leeds að festa kaup á Camara verður hann þriðji leikmaðurinn sem skiptir úr Salzburg yfir til Leeds í sumar og þarf austurríska stórveldið heldur betur að endurbyggja liðið sitt í sumar.

Leeds keypti Brenden Aaronson og Rasmus Nissen Kristensen fyrir um 35 milljónir punda samanlagt og mun Camara kosta í kringum 20 milljónir til viðbótar.

Brighton hefur einnig áhuga á þessum varnarsinnaða miðjumanni sem skoraði eitt og lagði fimm upp í 36 leikjum á síðustu leiktíð.

Camara er 22 ára gamall og hefur skorað 3 mörk í 15 landsleikjum með Malí.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner