Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mið 29. júní 2022 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grodzisk Wielkopolski
Steini Halldórs: Ánægður að fara í gegnum leikinn svona
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir sigur liðsins gegn Póllandi í æfingaleik í dag. Ísland lenti undir í leiknum undir lok fyrri hálfleiks en svaraði með þremur mörkum í seinni hállfeik.

Steini var ánægður með sigurinn og sérstaklega seinni hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Pólland 1 -  3 Ísland

„Við byrjuðum þetta ágætlega, svona fyrstu tíu-fimmtán mínúturnar, svo slitnaði svolítið á milli hjá okkur, áttum í erfiðleikum með að spila í gegn og halda aðeins í boltann. Seinni hálfleikur fannst mér bara flottur og er heilt yfir mjög sáttur með hann. Ég er bara ánægður með að fara í gegnum leikinn svona, þurftum að koma til baka eftir að lenda undir sem er prófraun og annað. Það er bara margt jákvætt við þetta."

„Við vorum stundum að reyna of flókna hluti og erfiðar sendingar. Vorum kannski ekki alveg nógu þolinmóð í að spila boltanum og finna möguleikana. Við vorum alltaf að reyna í fyrsta tempói og hefðum getað verið aðeins yfirvegaðari á boltanum. Heilt yfir fannst mér það vera vandamálið sem við vorum að glíma við á þessum kafla í fyrri hálfleik."

„Mér fannst seinni hálfleikur bara kröftugur hjá okkur, byrjuðum af krafti og keyrðum yfir þær á stórum kafla í seinni hálfleik. Svo sigldum við þessu hægt og rólega heim. Þær fengu tvær hættulegar sóknir og eitt mjög gott færi í seinni hálfleik en heilt yfir var hálfleikurinn mjög jákvæður."

„Pólska liðið er gott og á sína góðu leiki. Mér fannst þær gera okkur gera erfitt fyrir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo náðum við að loka vel á þær og þá voru þær í vandræðum. Við gerðum það að krafti og náðum að vinna boltann á góðum stöðum,"
sagði Steini.

Viðtalið í heild sinni er talsvert lengra og má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar er Steini m.a. spurður út í valið á byrjunarliðinu í dag. Hann segir margt jákvætt við þennan leik sem er eini æfingaleikur íslenska liðsins fyrir EM. Næsti leikur liðsins er því fyrsti leikur liðsins á EM, gegn Belgíu þann 10. júlí í Manchester.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner