Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 29. júní 2022 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grodzisk Wielkopolski
Steini Halldórs: Ánægður að fara í gegnum leikinn svona
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir sigur liðsins gegn Póllandi í æfingaleik í dag. Ísland lenti undir í leiknum undir lok fyrri hálfleiks en svaraði með þremur mörkum í seinni hállfeik.

Steini var ánægður með sigurinn og sérstaklega seinni hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Pólland 1 -  3 Ísland

„Við byrjuðum þetta ágætlega, svona fyrstu tíu-fimmtán mínúturnar, svo slitnaði svolítið á milli hjá okkur, áttum í erfiðleikum með að spila í gegn og halda aðeins í boltann. Seinni hálfleikur fannst mér bara flottur og er heilt yfir mjög sáttur með hann. Ég er bara ánægður með að fara í gegnum leikinn svona, þurftum að koma til baka eftir að lenda undir sem er prófraun og annað. Það er bara margt jákvætt við þetta."

„Við vorum stundum að reyna of flókna hluti og erfiðar sendingar. Vorum kannski ekki alveg nógu þolinmóð í að spila boltanum og finna möguleikana. Við vorum alltaf að reyna í fyrsta tempói og hefðum getað verið aðeins yfirvegaðari á boltanum. Heilt yfir fannst mér það vera vandamálið sem við vorum að glíma við á þessum kafla í fyrri hálfleik."

„Mér fannst seinni hálfleikur bara kröftugur hjá okkur, byrjuðum af krafti og keyrðum yfir þær á stórum kafla í seinni hálfleik. Svo sigldum við þessu hægt og rólega heim. Þær fengu tvær hættulegar sóknir og eitt mjög gott færi í seinni hálfleik en heilt yfir var hálfleikurinn mjög jákvæður."

„Pólska liðið er gott og á sína góðu leiki. Mér fannst þær gera okkur gera erfitt fyrir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo náðum við að loka vel á þær og þá voru þær í vandræðum. Við gerðum það að krafti og náðum að vinna boltann á góðum stöðum,"
sagði Steini.

Viðtalið í heild sinni er talsvert lengra og má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar er Steini m.a. spurður út í valið á byrjunarliðinu í dag. Hann segir margt jákvætt við þennan leik sem er eini æfingaleikur íslenska liðsins fyrir EM. Næsti leikur liðsins er því fyrsti leikur liðsins á EM, gegn Belgíu þann 10. júlí í Manchester.
Athugasemdir
banner
banner