mið 29. júlí 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aguero missir væntanlega af leiknum gegn Real Madrid
Agüero er 32 ára gamall og hefur skorað 254 mörk í 370 leikjum frá komu sinni til Manchester fyrir níu árum.
Agüero er 32 ára gamall og hefur skorað 254 mörk í 370 leikjum frá komu sinni til Manchester fyrir níu árum.
Mynd: Getty Images
Ólíklegt er að Sergio Agüero verði klár fyrir heimaleik Manchester City gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Agüero er búinn að gera 23 mörk í 32 leikjum fyrir Man City á tímabilinu en hefur verið frá vegna meiðsla í rúman mánuð.

Sóknarmaðurinn knái var ónotaður varamaður í fyrri leiknum sem Man City vann á Santiago Bernabeu. Gabriel Jesus byrjaði frammi í hans stað og gerði jöfnunarmark á 78. mínútu, áður en Kevin de Bruyne skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar.

Pep Guardiola telur að Agüero verði ekki orðinn klár fyrir seinni leik liðanna og því líklegt að Jesus byrji fremstur. Jesus er 23 ára gamall og er búinn að gera fjögur mörk í síðustu sex leikjum City. Í heildina er Jesus búinn að skora 22 mörk í 51 leik á tímabilinu.

„Ég held að hann verði ekki klár í slaginn fyrir Meistaradeildina. Við höfum tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum ekki með neinn annan á meiðslalistanum og munum mæta hungraðir til leiks," sagði Guardiola.

Sigurvegarinn á Etihad mætir annað hvort Juventus eða Lyon í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner