Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 29. júlí 2020 08:33
Elvar Geir Magnússon
Fækkun erlendra leikmanna í íslenskum félögum
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Færri erlendir leikmenn spila í Pepsi Max-deild karla þetta tímabilið en árin á undan. Leifur Grímsson tók saman tölfræði þess efnis og birti á Twitter.

Þar kemur fram að 13% af mínútum spiluðum eru frá erlendum leikmönnum þetta tímabilið, miðað við 22% í fyrra og 33% árið 2017.

Líklegt er að kórónaveirufaraldurinn hafi eitthvað að segja í þessum efnum og þá bendir Finnur Stefánsson körfuboltaþjálfari á að færri landsbyggðarlið séu í deildinni en oft áður.

„Góður punktur. Víkingur Ó, Grindavík og ÍBV hafa verið öflug í erlendum leikmönnum," svarar Leifur.

Í samantekt hans kemur einnig fram að félögin séu meira að treysta á yngri íslenska leikmenn en áður.


Athugasemdir
banner
banner