Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. júlí 2020 09:49
Fótbolti.net
Gulli Victor: Thierry Henry tók mig af lífi eftir að ég reif kjaft - Bauð mér svo heim til sín
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thierry Henry er goðsögn hjá Arsenal.
Thierry Henry er goðsögn hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðlaugur fékk samning hjá Liverpool aðeins 16 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi.

En æska hans var erfiðari en hjá flestum. Mikil fíkn beggja foreldra olli því að þegar Guðlaugur átti að vera að setja alla athyglina á fótboltann var hann í raun með stærstan hlutann af athygli sinni á að passa mömmu sína og yngri systur.

Í dag er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. Guðlaugur segist ekki sjá eftir neinu í lífinu, þó að hann hafi gengið í gegnum fleira en flestir jafnaldrar sínir:

„Ég sé ekki eftir neinu, af því að ef ég lít til baka yfir öll þessi ár, þá er ég sá sem ég er í dag út af mínu lífi. Ég get ekki séð eftir hlutum af því að ég er ánægður í eigin skinni í dag."

Í viðtalinu við Sölva segir hann skemmtilega sögu af goðsögninni Thierry Henry, sem var liðsfélagi Guðlaugs í New York. Hann segir að þættirnir „Last Dance" á Netflix hafi fengið sig til að hugsa um Henry, þar sem hugarfar hans sé mjög svipað og Michael Jordan.

„,Maður hugsaði oft bara, hvernig nennirðu að vera svona. Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „Striker" frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona," segir Gulli og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Gulli ætlaði einu sinni að rífa kjaft við Henry, en fékk að finna fyrir því að það var ekki góð ákvörðun.

„Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné, hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið” hans. Hann tók mig fyrir, í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér."

Eftir að Henry hafði kennt Gulla sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma.

„Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland Frakkland...og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way", en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar."

Í viðtalinu fara Guðlaugur og Sölvi um víðan völl og ræða um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan:



Smelltu hér til að hlusta á þáttinn á Spotify
Athugasemdir
banner
banner