banner
   mið 29. júlí 2020 10:40
Elvar Geir Magnússon
Inter vill kaupa Alexis Sanchez
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
BBC greinir frá því að ítalska félagið Inter vilji kaupa Alexis Sanchez frá Manchester United.

Þessum 31 árs Sílemanni hefur gengið vel á lánssamningi hjá Inter og skoraði þriðja mark sitt í átta leikjum í 3-0 sigri gegn Genoa um síðustu helgi.

Sanchez hjálpaði Inter að vinna 2-0 sigur gegn Napoli í gær og er Inter nú í öðru sæti. Inter hefur ekki endað í topp þremur í ítölsku A-deildinni síðan 2011.

Sanchez er ekki inn í myndinni hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United. Samningur hans er til 2022.

Leikmaðurinn er að fá um 400 þúsund pund í vikulaun og ljóst að Inter getur ekki borgað þær tölur. United þyrfti því að greiða einhverja upphæð og Sanchez að vera tilbúinn í launalækkun svo samningar náist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner