Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 29. júlí 2020 13:56
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður Sevilla með veiruna - Átta dagar í Evrópuleik gegn Roma
Mynd: Getty Images
Sevilla hefur staðfest að leikmaður í aðalliðshópi félagsins hafi greinst með kórónaveiruna og sé kominn í einangrun.

Þessar fréttir koma átta dögum áður en Sevilla á að mæta Roma í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Í tilkynningu frá Sevilla segir að leikmaðurinn sé við góða heilsu og sé kominn í einangrun á heimili sínu en aðrir í hópnum verði skoðaðir.

Umræddur leikur gegn Roma átti upphaflega að fara fram í mars en vegna ferðatakmarkana milli Spánar og Ítalíu, í kjölfar heimsfaraldursins, var honum frestað.

UEFA áætlar að klára Evrópudeildina og Meistaradeildina í ágúst.

Sjá einnig:
UEFA telur að einvígi Man City og Real Madrid sé ekki í hættu
Athugasemdir
banner
banner
banner