Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. júlí 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Maddison samþykkir nýjan samning við Leicester
James Maddison, leikmaður Leicester.
James Maddison, leikmaður Leicester.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn James Maddison hefur samþykkt nýjan fjögurra ára samning við Leicester.

Um er að ræða samning til 2024 og færir honum rúmlega 110 þúsund pund í vikulaun.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Leicester en liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en liðið tapaði fyrir Manchester United í lokaumferðinni.

Þessi 23 ára leikmaður var ekki með í lokaleikjum tímabilsins eftir að hafa gengist undir minniháttar aðgerð á mjöðm. Hans var sárt saknað.

Maddison var keyptur frá Norwich 2018 og lék sinn fyrsta landsleik fyrir England í 7-0 sigri gegn Svartfjallalandi í nóvember.

Óvissa ríkir hinsvegar um framtíð bakvarðarins Ben Chilwell hjá Leicester. Chilwell hefur verið orðaður við Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner