mið 29. júlí 2020 08:25
Fótbolti.net
Man Utd leggur áherslu á Sancho - Áhugi á Grealish minnkar
Powerade
Jadon Sancho á æfingu hjá Dortmund.
Jadon Sancho á æfingu hjá Dortmund.
Mynd: Getty Images
Ivanovic til Everton?
Ivanovic til Everton?
Mynd: Getty Images
Juan Foyth til Leeds?
Juan Foyth til Leeds?
Mynd: Getty Images
Sancho, Chilwell, Torres, Höjbjerg, Coutinho, Oblak, Eze, Foyth, Silva og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það allra helsta úr ensku götublöðunum.

Manchester United leggur höfuðáherslu á að reyna að fá Jadon Sancho (20) frá Borussia Dortmund. Áhuginn á Jack Grealish er ekki eins mikill og hann var. (Sky Sports)

Bakvörðurinn Ben Chilwell (23) hjá Leicester vill fara til Chelsea. (Mirror)

Spænski vængmaðurinn Ferran Torres (20) hjá Valencia er efstur á óskalista Manchester City í sumarglugganum. (ESPN)

Tottenham færist nær því að semja við danska miðjumanninn Pierre-Emile Höjbjerg (24) frá Southampton. (Sky Sports)

Arsenal, Tottenham og Leicester eru allt mögulegir áfangastaðir fyrir Philipe Coutinho (28), brasilíska sóknarmiðjumanninn sem er hjá Bayern München á láni frá Barcelona. (Sport)

Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, segir að slóvenski markvörðurinn Jan Oblak (27) sé ekki á förum frá félaginu. (Marca)

Serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic (36), fyrrum leikmaður Chelsea, er orðaður við Everton. Samningur Ivanovic við Zenit í Pétursborg er runninn út. (Novosti)

West Ham hefur sett í næsta gír í tilraunin sínum til að fá enska framherjann Eberechi Eze (22) frá QPR. Leikmaðurinn er metinn á 20 milljónir punda. (Guardian)

Leeds United undirbýr 15 milljóna punda tilboði í argentínska varnarmanninn Juan Foyth (22) hjá Tottenham. (Sun)

Roma hefur ekki enn náð samkomulagi við Manchester United um kaup á enska varnarmanninum Chris Smalling (20). (Corriere dello Sport)

Lazio er í viðræðum um að fá David Silva (34) sem er á förum frá Manchester City. (AS)

Umboðsmaður brasilíska miðjumannsins Willian (31) segir að hann hafi tvö tilboð á borðinu frá enskum úrvalsdeildarfélögum. Samningur hans við Chelsea er að renna út. (TalkSport)

Belgíski varnarmaðurinn Jan Vertonghen (33) segist vera með ákveðnar hugmyndir um næsta skref á ferlinum eftir að hann yfirgefur Tottenham. (TalkSport)

Fulham er að vinna kapphlaupið um að fá enska miðjumanninn Oliver Skipp (19) lánaðan frá Tottenham. (Evening Standard)

Gríski varnarmaðurinn Sokratis Papastathopoulos (32) er ekki hluti af framtíðaráætlunum Mikel Arteta. (Football London)

Real Madrid fylgist með framþróun franska miðvarðarins Jules Kounde (21) hjá Sevilla. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner