mið 29. júlí 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Shearer valdi lið ársins - Tvær breytingar frá vali Kristjáns Atla
Alan Shearer, fyrrum markahrókur og nú sparkspekingur.
Alan Shearer, fyrrum markahrókur og nú sparkspekingur.
Mynd: Getty Images
Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins.
Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Jamie Vardy.
Jamie Vardy.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer hefur opinberað sitt val á liði ársins í ensku úrvalsdeildinni. Fimm leikmenn Liverpool eru í liðinu og þá er Jurgen Klopp valinn stjóri ársins.

Tvær breytingar eru á hans vali frá vali Kristjáns Atla Ragnarssonar, sérfræðings útvarpsþáttarins Fótbolta.net um enska boltann.

Báðir velja þeir Nick Pope í markið og varnarlínan og miðjan eru eins. Breytingarnar eru hinsvegar í sóknarlínunni.

Shearer velur Raheem Sterling og Sadio Mane í sitt lið, ólíkt Kristjáni. Báðir velja þeir Jamie Vardy sem varð elsti leikmaður til að vinna gullskó ensku úrvalsdeildarinnar en hann skoraði 23 mörk á tímabilinu þar sem hann varð 33 ára.




Enski boltinn - Lið ársins valið og lokaumferðin skoðuð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner