Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. júlí 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
Sjö leikmenn sem yfirgefa líklega Liverpool
Divock Origi.
Divock Origi.
Mynd: Getty Images
Ben Woodburn.
Ben Woodburn.
Mynd: Getty Images
Tveir leikmenn hafa yfirgefið Liverpool síðan félagið vann langþráðan Englandsmeistaratitil sinn. Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren fór til Zenit í Pétursborg og enski miðjumaðurinn Adam Lallana fór á frjálsri sölu til Brighton & Hove Albion.

Mirror tók saman lista yfir sjö leikmenn sem gætu fylgt í kjölfarið og yfirgefið Liverpool.

Divock Origi
Oft áður hefur verið talað um að fararsnið sé á sóknarmanninum.

Marko Grujic
Serbinn hefur verið á láni hjá Hertha Berlín og erfitt er að sjá hvar hann getur fundið pláss í liði Liverpool.

Harry Wilson
Sá velski náði ekki að hjálpa Bournemouth að halda sæti sínu. Hann er með gæði en líklega ekki 'Liverpool gæði'. Á Anfield virðast menn spenntari fyrir framþróun Harvey Elliott.

Loris Karius
Markvörðurinn er kominn aftur eftir tveggja ára lánsdvöl hjá Besiktas en Adrian virðist ætla að vera áfram varamarkvörður á Anfield. Það er því ekki pláss fyrir Karius.

Yasser Larouci
Það er aðeins ár eftir af samningi alsírska vinstri bakvarðarins unga. Hefur verið orðaður við Leeds og Brentford.

Ben Woodburn
Sóknarmaðurinn tvítugi var að glíma við meiðsli hjá Oxford. Þú ferð ekki beint úr C-deildinni í baráttu um sæti í liði Liverpoool. Kannski fer hann aftur á lán?

Xherdan Shaqiri
Svisslendingurinn kom aðeins við sögu í sjö úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu en meiðsli settu vissulega strik í reikning.
Athugasemdir
banner