Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 29. júlí 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Stjóri vandræðafélagsins Wigan segir upp
Paul Cook.
Paul Cook.
Mynd: Getty Images
Paul Cook hefur sagt upp sem stjóri Wigan Athletic eftir að liðið missti tólf stig og féll úr ensku Championship-deildinni.

Cook var þrjú ár hjá félaginu en undir hans stjórn vann liðið C-deildarmeistaratitilinn.

Wigan hefði átt að halda sæti sínu í deildinni en fékk tólf stig í refsingu eftir að eigandinn setti félagið í greiðslustöðvun fyrr á árinu.

Wigan hefur áfrýjað en samkvæmt Guardian var Cook kominn með nóg af vandræðaástandinu og sagði upp. Hann náði virkilega flottum árangri með liðið en rekstur félagsins gekk ekki eins vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner