banner
   fim 29. júlí 2021 08:50
Elvar Geir Magnússon
PSG metur áhuga Pobga - Lewandowski ekki á förum
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: EPA
Lautaro Martínez.
Lautaro Martínez.
Mynd: Getty Images
Anwar El Ghazi.
Anwar El Ghazi.
Mynd: Getty Images
Ruben Neves.
Ruben Neves.
Mynd: Getty Images
Pogba, Martínez, Bellerín, Bailey, Vlahovic, Haaland, El Ghazi og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Paris St-Germain hefur hafið viðræður til að meta áhuga Paul Pogba (28) um að ganga í raðir félagsins, annað hvort í sumar eða næsta sumar þegar franski landsliðsmaðurinn er fáanlegur á frjálsri sölu. (Athletic)

United gerir sig tilbúið fyrir tilboð frá PSG og vill fá um 45 milljónir punda fyrir Pogba. (Eurosport)

Arsenal býður spænska hægri bakvörðinn Hector Bellerín (26) sem hluta af tilboði í argentínska sóknarmanninn Lautaro Martínez (23) hjá Inter. (Football Insider)

Herbert Hainer, forseti Bayern München, segir það klárt mál að pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski (32) sé ekki á förum frá félaginu. (Goal)

Arsenal þarf að gera að minnsta kosti 70 milljóna punda tilboð til að eiga möguleika á að fá James Maddison (24) frá Leicester en hann er samningsbundinn til 2024. (Sky Sports)

Aston Villa hefur gert 25,5 milljóna punda tilboð í Leon Bailey (23) en Bayer Leverkusen vill fá 29,8 milljónir punda fyrir vængmanninn. Leicester og Wolves hafa einnig sýnt honum áhuga. (Bild)

Tottenham íhugar að kaupa serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic (21) frá Fiorentina. Ítalska liðið vill fá um 50 milljónir punda fyrir hann. (Telegraph)

Norski sóknarmaðurinn Erling Haaland (21) og þýski vængmaðurinn Julian Brandt (25) verða áfram hjá Borussia Dortmund í sumar. (Tuttosport)

Ajax hefur staðfest að Arsenal og Lyon hafi sýnt áhuga á kamerúnska markverðinum Andre Onana (25) sem er að afplána bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. (Voetbal International)

Norwich City undirbýr 10 milljóna punda tilboð í gríska vængmanninn Christos Tzolis (19) hjá PAOK Salonika. (Football Insider)

Barcelona hefur enn ekki náð samkomulagi við spænska miðjumanninn Ilaix Moriba (18) sem verður samningslaus á næsta ári. Ensk úrvalsdeldarfélög hafa áhuga. (Marca)

Aston Villa er tilbúið að láta vængmanninn Anwar El Ghazi (26) fara fyrir 15 milljónir punda ef Roma fylgir áhuga sínum eftir með tilboði. (Football Insider)

Juventus mun aftur funda með forráðamönnum Sassuolo í þeirri von að ganga frá samningi um ítalska miðjumanninn Manuel Locatelli (23). Þá vill Juventus fá brasilíska sóknarmanninn Kaio Jorge (19) frá Santos. (Tuttosport)

Celtic hefur rætt við Tottenham um möguleg kaup á enska markverðinum Joe Hart (34). (90 Min)

Crystal Palace, Newcastl og Mónakó eru meðal félaga sem hafa áhuga á Angelo Fulgini (24), franska miðjumanninum hjá Angers. (Mail)

Portúgalski miðjumaðurinn Ruben Neves (24) hjá Wolves hefur færst nær Manchester United. (Eurosport)

Leeds United hefur verið sagt að félagið þurfi að borga 5 milljónir punda til að fá skoska vinstri bakvörðinn Josh Doig (19) frá Hibernian. (Leeds Live)

Liverpool hefur mögulega misst af milljónum punda eftir að alsírski vinstri bakvörðurinn Yasser Larouci (20) fór á frjálsri sölu til Troyes, eitt af félögunum í City Football Group. (Mirror)

Ethan Ennis (16) ræddi við Chelsea í sumar en ákvað að ganga í raðir Manchester United eftir að hafa hafnað nýjum samningi við Liverpool. (Liverpool Echo)

Belgíski sóknarmaðurinn Aaron Leya Iseka (23) er á leið frá Toulouse til Barnsley í Championship deildinni. Hann var á láni hjá Metz á síðasta tímabili. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner
banner