Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. júlí 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Elí spáir í 15. umferð Bestu deildarinnar
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða tveir leikir spilaðir í Bestu deild karla núna um verslunarmannahelgina. Svo verða fjórir leikir spilaðir í næstu viku í deildinni.

Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar í Lengjudeildinni, leit yfir þessa leiki í dag og spáir hann í spilin. Leikur Stjörnunnar og Víkings, sem fer fram á morgun, er frestaður leikur úr 14. umferð og skoðar Aron hann líka.

Stjarnan 1 - 3 Víkingur R. (14:00 á morgun)
Víkingar taka þennan leik og halda lífi í toppbaráttunni fyrir okkur. Ætli Nikolaj skori ekki þrennu.

ÍBV 3 - 2 Keflavík (14:00 á morgun)
Hér fáum við þjóðhátíðarfólk góða skemmtun og Eiður Aron með winner úr víti undir lokin.

Breiðablik 4 - 1 ÍA (19:15 á mánudag)
270 slagurinn er hægt að kalla þennan leik því mörkin verða tvö frá Jasoni, eitt frá Ísaki og Antoni Loga. Wöhlerinn klórar í bakkann fyrir Skagamenn.

KA 2 - 1 KR (18:00 á þriðjudag)
Þetta verður jafn og góður leikur þangað til Jakob Snær kemur inn á og setur sigurmarkið. Andri Fannar leggur það líklega upp.

Fram 2 - 2 Stjarnan (19:15 á miðvikudag)
Enn og aftur markaveisla þegar fólk mætir í dalinn. Bakverðir Fram, Már og Alex, eru með þeim skemmtilegri í deildinni og skora mörk Framara. Jóhann Árni og Ísak með Stjörnumörkin og Brynjar Gauti getur gengið sáttur frá stúkunni með stig á bæði lið.

Valur 2 - 1 FH (19:15 á miðvikudag)
Litli leikurinn. Sævarsson elskar að skora á móti FH og svo setur Lasse Petry hitt og fagnar vel og innilega. Kiddi Freyr er líka alltaf að fara að skora á móti Óla Jó.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner