„Ég er ótrúlega sátt með árangur liðsins og gæti ekki verið ánægðri." voru fyrstu viðbrögð Álfhildar Rósu Kjartansdóttir, fyrirliða Þróttar Reykjavík eftir 2-1 sigurinn á Fylki á Eimskipsvellinum í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 Fylkir
„Þetta var klaufalegt mark sem við fengum á okkur en mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum allaveganna í byrjun og settum tvö mörk og það gékk vel."
Þetta voru mikilvæg þrjú stig fyrir Þrótt Reykjavík en liðið lyfti sér úr fallsæti með sigrinum í dag.
„Hvert einasta stig skiptir máli fyrir okkur til þess að halda okkur eins ofarlega og við getum, þannig það var mjög gott að fá þrjú í dag."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir