Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. ágúst 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Á að vera rekinn bara fyrir þetta"
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: EPA
Arsenal hefur aldrei byrjað eins illa í ensku úrvalsdeildinni; liðið er án stiga eftir þrjá leiki og hefur ekki enn skorað mark.

Það er svo sannarlega farið að hitna undir Mikel Arteta, stjóra félagsins.

Piers Morgan, fyrrum fjölmiðlamaður á Bretlandseyjum, er mikill stuðningsmaður Arsenal en hann telur að það sé kominn tími á Arteta hverfi á braut.

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, fékk að líta rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu í 5-0 tapinu gegn Manchester City í gær. Þegar Xhaka gekk af velli klappaði Arteta honum á bakið.

Það var Piers Morgan alls ekki sáttur með. „Arteta klappaði Xhaka fyrir að láta reka sig út af á heimskulegan máta þegar það var verið að valta yfir okkur. Það á að reka hann bara fyrir þetta," skrifaði hann á Twitter.

„Þessi myndir lýsir leiðtogahæfileikum Arteta vel; veikt, veikt veikt."

Er kominn tími á að Arteta fái sparkið?


Athugasemdir
banner
banner