Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. ágúst 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amad verður sendur annað á láni
Amad Diallo.
Amad Diallo.
Mynd: Getty Images
Amad Diallo, kantmaður Manchester United, verður ekki hluti af liði Man Utd á tímabilinu.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, segir að leikmaðurinn verði lánaður annað út tímabilið.

Hinn 19 ára gamli Amad var keyptur til Man Utd frá Atalanta í janúar á síðasta ári fyrir allt að 40 milljónir evra. Miðað við upphæðina þá eru gríðarlegar vonir bundnar við hann.

Hann er hins vegar ekki í plönum Solskjær fyrir þetta tímabil. Hann verður lánaður og segir norski knattspyrnustjórinn að það sé búið að nást samkomulag við annað félag um lánssamning.

„Ég get ekki sagt hvaða félag það er núna, en við fundum stað sem við erum spenntir fyrir og stað sem Amad er spenntur fyrir," sagði Solskjær við blaðamenn.

Kantmaðurinn hefur verið mest orðaður við Sheffield United en núna virðist sem svo að hann sé á leið til Feyenoord í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner