Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. ágúst 2021 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas þreytti frumraun sína í deildarkeppni á Spáni
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen þreytti í dag frumraun sína í keppnisleik með varaliði Real Madrid á Spáni.

Varalið Real Madrid leikur í C-deildinni á Spáni og kom Andri Lucas inn á sem varamaður í dag þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leik gegn Linense.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri Linense en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Andri Lucas er aðeins 19 ára gamall og er hann að stíga upp úr krossbandsslitum. Hann var nýverið valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn.

„Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann er byrjaður að spila með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Það er alvöru fullorðinsfótbolti. Hann meiddist fyrir ári síðan en er búinn að taka heilt undirbúningstímabil með Real Madrid, búinn að spila mikið á undirbúningstímabilinu," sagði Arnar Þór Viðarsson, A-landsliðsþjálfari, um Andra á blaðamannafundi.

„Hann líkt og fleiri ungir eru að stíga sín skref og hann er á mjög góðum stað á sínum ferli. Við teljum að akkúrat þarna komi unga orkan, ferskleikinn inn og hjálpi reynslunni sem er í liðinu."

Það er útlit fyrir að Andri sé eini sóknarmaðurinn sem er eftir í íslenska landsliðshópnum í ljósi þess að Kolbeinn Sigþórsson er ekki sagður vera í hópnum lengur.
Athugasemdir
banner