Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. ágúst 2021 12:34
Brynjar Ingi Erluson
Byrjun Arsenal sú versta í 59 ár
Arsenal er í basli
Arsenal er í basli
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á leiktíðinni en þetta er versta byrjun liðs í efstu deild á Englandi síðan 1962.

Mikel Arteta og lærisveinar hans hafa verið með ólíkindum slakir í byrjun leiktíðar. Liðið tapaði fyrir Brentford og Chelsea í fyrstu tveimur leikjunum áður en Manchester City rassskellti liðið í gær, 5-0.

Arsenal er með markatöluna -9 og á botni deildarinnar eftir fyrstu þrjá leikina en þetta er versta byrjunin frá því úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992.

Þá er þetta versta byrjun í sögu efstu deildar síðan 1962 eða síðan West Ham tapaði fyrstu þremur leikjum sínum og var með markatöluna -9.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner