Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 29. ágúst 2021 16:08
Matthías Freyr Matthíasson
Byrjunarlið FH og Víkinga: Tvær breytingar hjá FH og núll hjá Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH og Víkingar eigast við kl. 17:00 í Kaplakrika í leik í 19. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu.

Leikurinn skiptir Víkinga gríðarlega miklu máli og verða þeir að ná sér í 3 stig í dag ef þeir ætla að halda sér í titilbaráttunni. FH hefur að litlu að keppa, annað en það að enda tímabilið á kröftugum nótum. Þeir hafa ekki tapað fjórum leikjum í röð og ég er viss um að þeir ætli sér að halda því áfram.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!!!

Heimamenn gera tvær breytingar eftir jafnteflið við Keflavík. Guðmann og Björn Daníel setjast á bekkinn og Guðmundur Kristjáns og Ólafur Guðmundsson koma í byrjunarliðið.

Víkingar gera engar breytingar frá sigri sínum gegn Val.

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson
14. Morten Beck Guldsmed
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
18. Ólafur Guðmundsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Byrjunarlið Víkings
1. Ingvar Jónsson (m)
7. Erlingur Agnarsson
8. Sölvi Ottesen (f)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
13. Viktor Örlygur Andrason
17. Atli Barkarson
21. Kári Árnason
23. Nikolaj Hansen
77. Kwame Quee
80. Kristall Máni Ingason
Athugasemdir
banner
banner
banner