sun 29. ágúst 2021 12:11
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Sissoko beint í byrjunarlið Watford - Kane fremstur
Moussa Sissoko og Harry Kane mætast í dag
Moussa Sissoko og Harry Kane mætast í dag
Mynd: EPA
Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, er í fyrsta sinn í byrjunarliði liðsins í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er liðið mætir Watford klukkan 13:00. Jóhann Berg Guðmundsson er þá í byrjunarliði Burnley gegn Leeds.

Nuno Espirito Santo gerir aðeins eina breytingu á liði sínu sem vann Wolves síðustu helgi en Kane kemur inn fyrir Lucas Moura á meðan Xisco Munoz, stjóri Watford, gerir fjórar breytingar.

Moussa Sissoko kemur beint inn í byrjunarlið Watford og spilar því gegn sínum gömlu félögum aðeins tveimur sólarhringum eftir að hann yfirgaf félagið.

Sean Dyche gerir eina breytingu á liði Burnley sem mætir Leeds en Ashley Westwood kemur inn fyrir Jack Cork. Marcelo Bielsa gerir tvær breytingar en Rodrigo og Diego Llorente koma inn fyrir þá Junior Firpo og Mateusz Klisch.

Tottenham: Lloris(c), Sánchez, Dier, Tanganga, Reguilón, Alli, Højbjerg, Skipp, Bergwijn, Son, Kane

Watford: Bachmann, Cathcart(c), Sierralta, Masina, Troost-Ekong, Kucka, Etebo, Sissoko, Sarr, Dennis, King



Burnley: Pope, Mee(c), Tarkowski, Taylor, Lowton, McNeil, Brownhill, Gudmundsson, Westwood, Wood, Barnes

Leeds: Meslier, Struijk, Llorente, Cooper(c), Phillips, Rodrigo, Ayling, Dallas, Raphinha, Harrison, Bamford

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner