Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. ágúst 2021 10:53
Brynjar Ingi Erluson
Conor McGregor: Það verður erfitt að toppa Messi
Conor McGregor hefur það náðugt í PSG-treyjunni
Conor McGregor hefur það náðugt í PSG-treyjunni
Mynd: Twitter
Írski bardagakappinn Conor McGregor segir að það verði erfitt að hafa betur gegn Lionel Messi á Forbes-listanum fyrir árið 2021.

McGregor er einn þekktasti bardagakappi heims og var efstur allra íþróttamanna á lista Forbes yfir tekjuhæsta fólk veraldar.

Írinn var með 180 milljónir dollara í tekjur á síðasta ári en næstur á eftir honum var Lionel Messi með 130 milljónir dollara.

Hann segir að það gæti verið erfitt að toppa Messi á þessu ári en gæti þó haft betur ef hann ákveður að taka einn bardaga í viðbót.

„Er í Beverly Hills að styðja minn mann Sergio Ramos hjá PSG. Það er klikkun hvernig þetta félag hefur tekist að fá alla þessa ótrúlegu leikmenn á svona skömmum tíma," sagði McGregor.

„Messi er að þéna 75 milljónir dollara á ári. Þá á eftir að bæta við auglýsingatekjum. Það verður erfitt að hafa betur gegn honum á Forbes-listanum ef ég tek ekki þátt í einum bardaga í viðbót á þessu ári. Ekki útiloka það samt sem áður."

„Það eru bara tveir mánuðir búnir af Forbes-tímabilinu og ég er þegar búinn að þéna árslaunin hans hahaahahahaha,"
sagði hann á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner