Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 29. ágúst 2021 15:07
Brynjar Ingi Erluson
England: Aukaspyrna Son réði úrslitum - Jafnt á Turf Moor
Heung-min Son fagnar marki sínu gegn Watford
Heung-min Son fagnar marki sínu gegn Watford
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur vann þriðja leik sinn á tímabilinu í dag er liðið vann Watford 1-0. Burnley og Leeds gerðu á sama tíma 1-1 jafntefli þar sem Patrick Bamford jafnaði undir lokin.

Harry Kane var í fyrsta sinn á tímabilinu í byrjunarliði Tottenham á meðan Moussa Sissoko, sem gekk til liðs við Watford í gær, var í byrjunarliðinu hjá nýja félaginu.

Tottenham var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og skapaði sér nokkur ágætis færi áður en Heung-min Son kom liðinnu yfir á 42. mínútu með marki úr aukaspyrnu.

Hann ætlaði að koma boltanum fyrir markið en Daniel Bachmann, markvörður Watford, misreiknaði boltann og fór hann í fjærhornið.

Besta færi Watford kom á 54. mínútu. Sissoko keyrði framhjá Alli áður en hann lyfti boltanum inn á Ismaila Sarr en Davidson Sanchez komst fyrir skot hans.

Tottenham fer með góðan 1-0 sigur af hólmi og er með fullt hús stiga á toppnum eftir þrjár umferðir.

Burnley og Leeds gerðu þá 1-1 jafntefli á Turf Moor. Heimamenn komu boltanum í netið á 26. mínútu. James Tarkowski gerði það en markið var dæmt af þar sem Ashley Barnes braut af sér í aðdragandanum.

Undir lok leiks átti Dwight McNeil fyrirgjöf sem fór í stöng. Staðan í hálfleik markalaus.

Eftir mikinn sóknarþunga í þeim síðari kom markið hjá Burnley en Chris Wood gerði það eftir sendingu frá Matthew Lowton. Mjög svo sögulegt mark en þetta var mark númer 30.000 í úrvalsdeildinni.

Leeds tókst að jafna leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Bamford gerði það með skoti af stuttu færi og lokatölur 1-1.

Úrslit og markaskorarar:

Burnley 1 - 1 Leeds
1-0 Chris Wood ('61 )
1-1 Patrick Bamford ('86 )

Tottenham 1 - 0 Watford
1-0 Son Heung-Min ('42 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner