Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. ágúst 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd getur þakkað De Gea og Greenwood fyrir
Greenwood skoraði eina mark leiksins.
Greenwood skoraði eina mark leiksins.
Mynd: Getty Images
Wolves 0 - 1 Manchester Utd
0-1 Mason Greenwood ('80 )

Cristiano Ronaldo var líklega að fylgjast með leik Úlfana og Manchester United sem var að klárast, enda er hann að fara að spila með Man Utd á þessu tímabili.

Honum hefur líklega ekki verið skemmt. Frammistaða Man Utd var svo sannarlega ekki upp á marga fiska. Barátta Adama Traore og Fred var eins ósanngjörn og hægt er í rauninni; Traore fór illa með Fred trekk í trekk.

Wolves tókst að koma sér í margar góðar stöður en lokavaran var skelfileg hjá Úlfunum og Bruno Lage þarf að láta sína menn æfa það að klára færi.

Fyrri hálfleikur var markalaus. Í seinni hálfleik fékk Romain Saiss kjörið tækifæri til að skora; algjört dauðafæri en á einhvern ótrúlegan hátt tókst David de Gea að verja í tvígang. Þetta minnti á De Gea frá árinu 2015.

Stuttu síðar skoraði svo Mason Greenwood úr þröngu færi. Úlfarnir voru brjálaðir, þeir vildu fá brot í aðdraganda marksins. Mike Dean var hins vegar ekkert á því að dæma, og ekki þeir í VAR-herberginu heldur.

Lokatölur því 1-0 fyrir Man Utd sem er með sjö stig eftir þrjá leiki. Þessi frammistaða er samt sem áður mikið áhyggjuefni. United getur þakkað De Gea og Greenwood fyrir þessi þrjú stig. Ekki er nú hægt að þakka Fred fyrir þau. Úlfarnir eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner