Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. ágúst 2021 11:25
Brynjar Ingi Erluson
Guardian: West Ham að kaupa Vlasic frá CSKA
Nikola Vlasic er á leið aftur í ensku úrvalsdeildina
Nikola Vlasic er á leið aftur í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
West Ham United er að ganga frá kaupum á króatíska sóknartengiliðnum Nikola Vlasic frá CSKA Moskvu í Rússlandi en það er Jacob Steinberg hjá Guardian sem greinir frá.

Króatinn hefur verið aðalmaðurinn í sóknarleik CSKA frá því hann kom frá Everton árið 2018. Nú vill hann reyna fyrir sér í stærri deild og hefur þegar farið fram á sölu við félagið.

Milan og Mónakó voru í baráttunni um hann í sumar en komust ekki að samkomulagi við CSKA og hættu því við kaupin á honum.

Samkvæmt Guardian er West Ham nú skrefi nær því að fá Vlasic til félagsins en tilboðið er 25,8 milljónir punda.

Vlasic verður fjórði leikmaðurinn sem West Ham fær í sumar á eftir þeim Kurt Zouma, Craig Dawson og Alphonse Areola.

West Ham hefur einnig sýnt Jesse Lingard, leikmanni Manchester United, áhuga síðustu vikur en þessi kaup á Vlasic þýða væntanlega það að Lingard verður áfram hjá Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner