Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 29. ágúst 2021 10:42
Brynjar Ingi Erluson
Gummi Tóta hafði betur gegn Arnóri Ingva
Guðmundur Þórarinsson í leik með New York City
Guðmundur Þórarinsson í leik með New York City
Mynd: Getty Images
Guðmundur Þórarinsson og hans menn í New York City unnu New England Revolution 2-0 í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í gær.

Guðmundur var í byrjunarliði New York og var skipt af velli þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Arnór Ingvi Traustason var á meðan í liði Revolution en honum var skipt af velli á 57. mínútu.

Þetta var stór sigur hjá New York gegn toppliði austurdeildarinnar en eftir leikinn er Revolution áfram í efsta sætinu með 49 stig á meðan New York er í 4. sæti með 34 stig.

Guðmundur hefur spilað 16 leiki í deildinni á þessari leiktíð og gert eitt mark en Arnór spilað 21 leik, skorað 2 og lagt upp 4.
Athugasemdir
banner
banner
banner