Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. ágúst 2021 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ívar sáttur með ákvörðunina - „Þetta er hefnibrot"
Blair var sendur í sturtu.
Blair var sendur í sturtu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri Kristjánsson, dómari, mætti í viðtal á Stöð 2 Sport eftir leik HK og Keflavíkur í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Keflavík

Hann útskýrði þar rauða spjaldið sem Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk snemma í leiknum.

„Ég sá atvikið ekki 100 prósent. Ég fékk hjálp frá fjórða dómaranum og aðstoðardómaranum sem var nær. Við þrír tókum saman þessa ákvörðun," sagði Ívar Orri sem var sáttur með ákvörðunina þegar hann horfði á hana í endursýningu eftir leikinn.

„Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun. Leikmaður númer 30 í Keflavík gerist sekur um ofsafengna framkomu þegar hann slær til mótherja. Það er brottrekstarhæft. Við erum mjög sáttir að hafa náð þessari ákvörðun."

Það var rætt um það í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport að Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaður HK, hefði komist inn í hausinn á Blair.

„Ásgeir Börkur virðist komast inn í hausinn á honum með því að vera að narta í hann og djöflast í honum. Þetta er hefnibrot. Hann slær til hans í kjölfarið," sagði Atli Viðar Björnsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner