Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 29. ágúst 2021 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klara: Viðurkennum allan daginn að við gerðum þetta ekki nógu vel
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mætti í viðtal hjá Vísi eftir fund hjá Knattspyrnusambandinu í dag.

Stjórn KSÍ var að senda frá sér yfirlýsingu vegna frétta síðustu daga um ofbeldi landsliðsmanna. Guðni Bergsson formaður KSÍ sagði af sér embætti í dag og nú rétt í þessu barst yfirlýsing stjórnar sem telur sig ekki eiga að fara frá að svo stöddu - heldur sitja fram að næsta ársþingi.

Sjá einnig:
Yfirlýsing stjórnar KSÍ - Ætla að sitja áfram fram að ársþingi

„Við viðurkennum allan daginn að við gerðum þetta ekki nógu vel. Líka hvað við kunnum og hvað við kunnum ekki. Við höfum þess vegna fengið sérfræðinga á fund í gær og í dag til að fá að vita hvað við getum gert betur," sagði Klara við Vísi.

Fram kom í viðtalinu að Klara væri ekki viss um það hvort Guðni hefði sagt af sér eða ekki.

„Umbótaferli er hafið. Við þurfum að finna leiðir til þess. Það verður leitt af aðilum utan skrifstofunnar. Ég vona að vinnan verði unnin mjög hratt. Svo er mánudagsmorgun og landsleikur á fimmtudag. Við starfsmenn förum í að undirbúa leikinn eins vel og við getum. Það er krefjandi á Covid-tímum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner