Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 29. ágúst 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Krefjast þess að fá svar varðandi Mbappe í síðasta lagi í dag
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er að reyna að ganga frá kaupum á Kylian Mbappe áður en félagaskiptaglugginn lokar í vikunni.

Spænska stórveldið er í viðræðum við Paris Saint-Germain um kaup á leikmanninum. Síðasta tilboð Madrídarfélagsins hljóðaði upp á 170 milljónir evra.

Mbappe er 22 ára gamall heimsmeistari en það er draumur hans að spila með Real. Samningur Mbappe við PSG rennur út eftir tímabilið.

Samkvæmt Le Parisien þá er ekki mikil þolinmæði í Real Madrid hvað varðar þessi félagskipti. Madrídingar hafa tjáð PSG að það verði að koma svar í síðasta lagi í dag svo að félagaskiptin gangi upp.

PSG á leik við Reims í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld og verður Mbappe í hóp þar. Lionel Messi verður í hóp hjá PSG í fyrsta sinn.

Sjá einnig:
Staðfestir að Mbappe vilji komast burt>
Athugasemdir
banner